Jæja,
þá er þriðja hlaupadegi lokið og ég verð að segja að þetta var aðeins erfiðara en á mánudaginn. Gekk samt sæmilega og ég kláraði mína 5km (síðust reyndar) og geri bara betur á laugardaginn!
Talandi um laugardaginn - Júró og kosingar! Var að sjá úrslitin úr stóru könnuninni frá Félagsvísindastofnun HÍ og þetta stefnir bara í hasar og spennu. Sjaldan er jafn skemmtilegt að horfa á kosningasjónvarp eins og þegar tæpt stendur. Sé fram á hörku keppni alveg frá 19:00 og langt fram á nótt :D
Annars gleymi ég alltaf að forkeppnin er barasta á morgun. Ég tek lítið undir með þeim sem segja að Eiki komist áfram - ég held með Kýpur og segi bara: "Cyprus, twelve points!"
Já og munið að fara og kjósa - þó þið skilið auðu ;)
9. maí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Æ hvað þú ert dugleg að hlaupa. Ætti að fara að drífa mig með þér!
Þokkalega!
Þú mátt koma á laugardaginn, 10:15! Koma svo!!!
sjáum til, það er spáð þriggja stiga hita og rigningu!
Hæ pæ
Við rústum þessum 10 km í ágúst, ekki spurning! Við getum allt sem við ákveðum að gera. Síðan verðum við Garún að taka rúnt norður til að fá okkur ís og hlaupa saman. Ég skal passa að hafa hana í vetrarklæðum á leiðinni svo við fáum gott veður fyrir norðan. Annars á maður að hlaupa - sama hvernig veður er ;)
Sammála! Hljóp á mánudaginn í ömurlegu veðri og það fór merkilega lítið í taugarnar á mér ;) ég vil sko endilega fá ykkur Garúnu norður - skemmti mér stórvel síðast!
Eins gott að hún mæti aftur með myndavélina :D
ohh ég væri til í að reyna þessi hlaup ef ég væri ekki extra þung á mér...(bomm). Mæti spræk til leiks á næsta ári :)
Skrifa ummæli