hvað á maður að gera af sér á föstudagskvöldi? Jú, ég ætla að skella mér í "dinner and a movie" með Önnu pönnu frönskuséní. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að við fílum sömu frönsku myndina í tætlur og ætlum því að kíkja á 'Le Placard'eða Skápinn. Hún fjallar á skemmtilegan hátt um mann sem fréttir að það eigi að reka hann úr starfi svo hann þykist vera hommi svo ekki sé hægt að reka hann vegna mismununar ;) Geðveikt plott!
Á sunnudaginn er svo önnur af uppáhalds frönskumyndunum mínum á rúv - La haine, eða Hatur. Ég mæli líka með henni, sérstaklega í ljósi óeirðanna sem urðu í Frakklandi í fyrra.
Vikan er búin að vera fáránlega fljót að líða - gott að fá aukafrídag á þriðjudaginn - og er ég ennþá að velta því fyrir mér hvert apríl fór...
Hafið það yndislegt um helgina
4. maí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli