14. maí 2007

Svona næstum því

Ég er hjartanlega sammála Önnu pönnu þar sem hún talar um "næstum því" helgina miklu;
Við komumst næstum því áfram í Eurovision (14 stig) og ríkisstjórnin féll næstum því (1 þingmaður). Ég fékk Fréttablaðið með gömlu fyrirsögninni - fannst það frekar fyndið.

Helgin var frekar litlaus hjá mér. Hálsbólgan sem byrjaði að plaga mig á miðvikudaginn kom mér loks í rúmið á föstudaginn þar sem ég lá rænulaus fram eftir öllu og náði mér ekki að fullu fyrr en á sunnudag, þó ég þættist vera alhress á laugardaginn. Ég fór og kaus, reyndi að kíkja í kosningakaffi en endaði heima í sófa með prjónana. Það styttist óðum í barn hjá Ágústu og Ægi svo ég varð að haska mér áfram og það hafðist!

Gærdagurinn fór svo í afslöppun, yfirferð stíla og almennt sjónvarpsgláp. Ég þreytist ekki við að horfa á Top Gear og sérstaklega í gær þar sem þeir lögðu í mikið ferðalag með hjólhýsi í eftirdragi - tær snilld.

Nú dugar ekkert nema útihlaup kl. 17:15 og svo rólegheit eftir það... muna að teygja!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já maður, það var óendanlega fyndið þegar þeir kveiktu í hjólhýsinu!!

Lára sagði...

þokkalega! þegar gaskúturinn sprakk var mér allri lokið!

fór að jogga áðan - 39 mín og einungis 5 pásur (voru sko 8 síðasta mánudag ;) þannig að þetta er allt að koma!