31. maí 2007

Melinda eða Heiða?

Í vetur sá ég glitta í skemmtilega hljómsveit hjá Jóni Ólafs, sem ég fékk mig þó yfirleitt aldrei til að horfa á - fékk einhvern aulahroll við að sjá hann spila á hljómborð eða hvað sem þetta var meðan gestir gengu í sal.
En hljómsveitin heillaði mig. Þetta var Sprengjuhöllin og þeir fluttu lagið Worry til Spring og fjallaði m.a. um hana Melindu. Krúttleg melódían náði mér algjörlega og ég var ekki lengi að grufla upp MySpace síðuna þeirra. Um daginn var ég svo stödd í búð og heyri allt í einu Melindu-lagið mitt en það var á íslensku og hét stúlkukindin nú Heiða.

Hvort sem það er á íslensku eða ensku finnst mér þetta lag eitt það skemmtilegasta í spilun þessa dagana og ágætis tilbreyting frá yfir-unnum popp ballöðum sem tröllríða...

Þú veist hvað ég vil - ef þú vilt finna yl
Vertu þá ekki að hringja
Því ég á ekkert til, og ég ekkert nú skil
Og við ei skulum sporin mín þyngja.


Þarf að segja meira?

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

...ég elska þig,
ef þú bara vilt mig,
komdu til mín
og ég verð þín... þetta eru líka mjööög vinsæl rímorð í ísl ballöðum... spes! spurning hvernig textahöf vinna.. ætli þeir kroti upp öll þau rímorð sem þeir finna og búi bara eitthvað til í kringum það... sama hvort samhengi eða stuðlasetning er eitthvað í líkingu við rétt;)
þarf endilega að kíkja á þessa hljómsveit og heyra lagið;)
...takk fyrir síðast btw! 7.júlí verður líklega on, endilega verðum í bandi!:)

Lára sagði...

hehe já, rímið blífur á íslandi..

Takk sömuleiðis! ég verð í spotta fyrir 7. júlí ;)

Nafnlaus sagði...

Mér finnst líka "fyrirgefðu ert þú að passa þessa stóla? Ertu ekki vinkona hans Óla?" lagið með þeim svo skemmtilegt.
Knús og góða helgi,
Anna Margrét

Lára sagði...

hehe, já ég keypti 4 lög á tónlist.is á 500 kjall.. fínustu lög bara ;)

't beertje sagði...

Takk fyrir ábendinguna, Sprengjuhöllin blívur í rigningunni í Belgíu ;)

Lára sagði...

jei!
Belgían blívur á íslandi - sérstaklega ef það sé betra veður hér en þar.. bwaahah ;)