Ég er búin að vera eitthvað æst í dag - svona 'get ekki setið kyrr' æsingur. Í gamla daga var sagt við mann að maður væri með njálg í rassinum. Þegar ég var yngri hélt ég að þetta væri bara orðatiltæki og fattaði ekki fyrr en mörgum árum seinna (þegar ég vann einmitt í apóteki) að það væri í raun til eitthvað sem heitir njálgur! En nóg um það...
Föstudagsfiðringurinn náði sem sagt í skottið á mér. Það versta er að ég hef ekki minn uppáhalds 'partner in crime' fyrir útrás á þessum fiðringi. Danstaktarnir fá því að bíða þar til Guðjón, mon frére, kemur frá París í næsta mánuði. Can't hardly wait!
Skokkið í fyrrmálið - mæting kl. 10:15!!!
25. maí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli