22. maí 2007

Blómafans

Ég er eiginlega orðlaus eftir daginn í dag.
Ég á greinileg yndislega nemendur sem sjá á eftir mér - tja, nema þau séu að reyna ða hífa upp einkunirnar? ;) nei nei, hehe.

Fyrst komu elskurnar í 2F með RISA-stóran blómvönd, köku, stórt kort og myndir og segul sem á stóð "þú ert besti kennari í heimi". Við gæddum okkur á kökunni (sem á stóð með hvítum glassúr "elskum þig Lára" :)og spjölluðum áður en ég fékk knús á línuna.
Takk fyrir mig elskurnar mínar - ég á eftir að sakna ykkar!

Núna áðan hitti ég svo 3H sem mætti líka með blóm, kort og mynd af bekknum í sínu fínasta pússi. Kærar þakkir til ykkar líka, my dears - leiðinlegt að fá ekki að fylgjast með ykkur áfram og pína ykkur til að tala um líknardráp, siðleysi og slúður!

Ég kenndi sem sagt síðasta tímann minn rétt áðan og hver veit hvort ég eigi eftir að kenna eitthvað aftur. Í ágúst fer ég í nýja vinnu hjá þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins svo það eru spennandi tímar framundan!

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hmm, jújú, þú kennir næst haustið 2008 eða í seinasta lagi 2009! þú sérð að þú ert algjörlega ómissandi í þessum skóla!

Nafnlaus sagði...

Fáum við hana þá bara að „láni“ í smá tíma?
Þá er bara að klára ritgerðina og koma svo að vinna. Hver veit nema þú fáir að þýða einhverjar reglugerðir um líknardráp, siðleysi, líknardráp og slúður! :)
Sjáumst...

Nafnlaus sagði...

aww svoo sæt :) þín verður líka sárt saknað vænti ég!

Nafnlaus sagði...

Ah that's so cute!!! I can't be bothered writing in Icelandic and since you're an English teacher I'm sure you don't mind. ;-) I knew they'd love you and that's the nicest thing about being a teacher, having an effect on people's lives... they'll talk about you in years to come.... Lára, their little teacher with the little hands! Meanwhile I'm at home in pain, turns out my jaw bone is broken... hence the excrutiating pain!!! Long live painkillers and all who sail in them!! :-) knús and well done and next you'll take the translation world be storm... uhu, you go Pedro!! :-)

Lára sagði...

Já anna og valla, spurning hvort maður eigi að hætta við að hætta? ;)
Nei, Olla yrði ekki ánægð með það!

My dear, dear Hans! Broken jaw bone? from the tooth-removal? jesus! I hope you feel better, my little sheepie :)

Nafnlaus sagði...

Þú hefur greinilega slegið í gegn hjá þessum krökkum lára mín. Enda búin að leggja mjög hart að þér til að standa þig vel:D Takk fyrir allt undanfarið. knús inga og co úr laxagötunni;)

Lára sagði...

takk sömuleiðis Inga mín *knús*

Nafnlaus sagði...

Ég kannaði málið betur með hvort það gangi upp að þú yfirgefir okkur og ég fékk bara svarið "the computer says no" og við því er nú lítið hægt að gera!

Nafnlaus sagði...

Viku síðar: Til hamingju með nýja djobbið!

Ég veit líka að það er ekki andskotalaust að fara úr kennslunni þannig að ég samhryggist þér í því. Ég sá að það var auglýst eftir enskukennara þannig að þú þyrftir bara helst að klóna þig and then you'd have it all.

Bið að heilsa norður í hríðarmugguna,

Berglind Steins í reykvísku gluggaveðri

Lára sagði...

hehe takk Berglind,
hríðarmuggan er farin! í dag var prýðisgott veður ;)

en já, ég vildi að ég gæti gert bæði - have my cake and eat it too.. ekki satt?

Unknown sagði...

Ég bara varð að kommenta þó seint væri og segja að við eigum svo sannarlega eftir að sakna þín og muna eftir þér. Hvern eigum við núna að tala við um sjónvarpsþættina okkar?

Lára sagði...

hehe, já Eygló, þið verðið að vona að næsti kennari verði up-to-date í glápinu sko ;)