7. maí 2007

Eyrarskokk - dagur 2

Fór í gær og skokkaði og labbaði 3,5km (inni á bretti) með Hörpu vinnupartner og fílaði mig bara vel. Engir strengir en einhver smá pirringur í hægri fætinum sem ég hlustaði bara ekkert á!
Í dag dró svo stór ský fyrir sólu og það komu meira að segja slyddudropar svo mér leist nú ekkert á að mæta í skokkhópinn, auk þess sem Nike-hlaupaskórnir mínir eru farnir að særa mig fullmikið og ég var ekki viss hvort ég ætti fyrir nýjum ;)
Ég fór samt í Apótekarann og splæsti í 16. þús króna Asics hlaupaskó sem eru massakúl og virka svona helvíti vel. Splæsti líka í hnésokka því ekki vil ég fá beinhimnubólgu, ó nei!

Ég mætti síðan galvösk kl. 17:15 og skokkaði og labbaði 5km á 40 mínútum og heyrði útundan mér að þetta væri bæting upp á 2 mín síðan á laugardaginn... spurning hvort fólki hafi legið meira á að komast úr slaka veðrinu :D
Hægri fóturinn á mér stífnaði reyndar ansi mikið eftir svona 3 km en ég held ég geti nuddað hann eitthvað til í kvöld.

Sem sagt, nú er markið sett á að geta hlaupið pásulaust að skautasvellinu (tók tvær mínútu labbpásur þangað) í lok næstu viku!

túdúls

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá þetta er vel hjá þér Lára...ég get ekki einu sinni skokkað pásulaust niðrí Gotta (til að kaupa nammi) og hann er bara hérna á horninu (ca. 10 skref) hehe :-) Knús Anna Margrét

Syneta sagði...

Ef þú ert að stirðna við skokk getur verið að þú sért að hlaupa of stíf, ég veit hljómar kjánalega en það er hægt að redda þessu ef þú finnur "þinn hlaupastíl" - prófaðu einhvern tímann þegar þú ert ein að hlaupa eins og kjáni, eins og þegar þú varst lítil, hlauptu með "öllum líkamanum" ... slappaðu af og það endar með því að þú finnur "þinn hlaupastíl";)

við stífnum öll upp og verðum of meðvituð eftir því sem við eldumst, hlauptu eins og enginn sé að horfa og stífleikinn hverfur, ég er ekki að grínast;) þetta virkaði hjá mér;)

Lára sagði...

hehe já, gæti alveg trúað því að þetta sé rétt hjá þér! tek mig á í dag og prófa eitthvað nýtt :)