24. maí 2007

Ný klipping


Skellti mér í klippingu í gær þrátt fyrir slappleika. Sat í stólnum og lokaði ansi oft augunum. Þetta var mjög fínt og eins og sjá má á myndinni hérna fyrir ofan :)

Hlaupin hafa gengið upp og ofan undanfarið. Ég er búin að missa af síðustu 3 skiptum en fór ein á þriðjudaginn og hljóp 2.5 með einu 30 sek stoppi og var nokkuð sátt. Ætla að reyna að fara aftur á morgun og svo auðvitað á laugardaginn. Ég er sem sagt búin að ná því markmiði að hlaupa að skautasvellinu án þess að taka mér pásu, eða sömu vegalengd því fyrir rúmri viku hljóp ég 2.5km án nokkurs stopps - vei! Nú er bara að þjarma að svo ég nái 5km fljótt og örugglega!

Hvítasunnuhelgin er framundan og fyrir flesta er það 3ja daga helgi.. held nú að ég verði í því að semja próf eða skrifa ritgerðina svo það verður ekki mikið frí hjá mér en til lukku fyrir hina ;)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú ert svo sæt svona elskan... mér finnst þú alltaf mjög krút með topp!! :-) ég er að fara á eftir að losna við gráan fyrir sumrið!!

Lára sagði...

Takk Lísa!
Já, bangs are the way to go this summer :D

Vonandi líður þér betur, Lísa mín! ég sá að þú fékkst svefntöflur :)

Nafnlaus sagði...

vúúhúúú en hvað þú ert flott :)

og jiii hvað nemendurnir voru sætir við þig!

og já. geggjað muse lag. i luuuv muse.

og úúúúú til hamingju með nýja djobbið!!!!

held það sé komið. hehehe

Lára sagði...

hehe takk María mín ;) já og takk fyrir gott msn-spjall um daginn!

luv ya back - and miss ya :*