5. maí 2007

5 km

Var að koma heim úr fyrsta Eyrarskokkinu (sjá heimasíðu Átaks) þar sem ég skokkaði og labbaði til skiptis 5km og það var GEÐVEIKT! fyrir ykkur sem eruð vön að hlaupa þá virðist þetta smotterí og þið megið alveg hlæja en ég var næstum dauð á tímabili svo þetta er afrek hjá mér. Jei!!

Ætla núna í sturtu því ég svitnaði í gegnum alla bolina mína... namm :)

7 ummæli:

Unknown sagði...

Lára mín. 5 kílómetrar er viðbjóðslega langt - það er löngu sannað. Hins vegar held ég að þú ættir að koma úr gettóinu og skrá þig á námskeiðið sem er að byrja á Bjargi! Hinn hlaupahópurinn er hvort eð er svo oft í hádeginu. Sjáumst á mánudag, kl 17.30 :)

Lára sagði...

ho ho ho! Nauts! ég held mig við Gettó suður og hleyp kl 17:15 á mán og mið og 10:15 á laugardögum - ókeypis ;)

Nafnlaus sagði...

You go girl... I went 5km once... by car... woof... what a trek! I couldn't do it... u move those little legs girlfriend!

Nafnlaus sagði...

Áfram Lára klára! Ég veit gjörsamlega hvað þú ert búin að afreka með því að fara 5 kílómetra - þú ert massaköggull!

Lára sagði...

Takk Maja!
hver veit nema við sjáumst við startlínuna í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst? allt í einu er þetta orðið raunhæft markmið ;D

Syneta sagði...

úúúúúúúúú!!!

til hamingju!!

kannski ég kíki bara norður einhvern tímann bráðum, tökum rúntinn á nýja bílnum þínum, skokkum 5 km og kaupum okkur ís á eftir;)

Lára sagði...

Geeeeeðveikt plan! 5km leiðin liggur einmitt framhjá Brynju :D