14. mars 2005

too shy

hljóðið í vindinum gnauðandi fyrir utan gluggann í morgun var bara til þess að ég kúrði aðeins lengur undir sænginni og var því á harðahlaupum niðri við sjó svo ég kæmi nú tímanlega í vinnuna!
Ótrúlegt hvað þetta veður ætlar að vera dyntótt; vor í loftir einn daginn og 4 gráðu frost hinn næsta, brr brr..

Átti góða helgi, þökk sé kvennaboði Ellu-Maju og afslöppunar í gær. bara örfáir dagar þar til ég kemst heim í almennilega hvíld með tilheyrandi páskamatsáti og göngutúrum.

lítið annað að segja, vona að allir séu frískir

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Blessuð..alveg sammála með veðrið, þvílíkur kuldi og ég vorkenni mér og er að vinna inni..þá vorkenni ég þér ennþá meira.. en er í fríi í vinnunni á morgun í staðinn fyrir miðvikudaginn..heyri í þér ;)

Nafnlaus sagði...

þetta var bara ég Eva systir ;)