26. mars 2005

Ég hef tekið eftir að deyfð liggur yfir bloggheimi vina minna. Kannski eru allir svo saddir og úttroðnir af súkkulaði að þeir hafa sig ekki í að pikka á lyklaborðið. Ég er alla vega í fullu fjöri enda með bestu net-tengingu sem ég veit um :)

Það er búið að vera geðveikt veður heima á Akureyri þangað til í dag. Leit út um gluggann áðan og það er eitthvað grátt andrúmsloft og vindur. Vona nú samt að hann skáni þegar líða fer á daginn.
Eyddi deginum í gær með fjölskyldunni og horfði á nýja þáttinn hans Hemma Gunn. Flottur Hemmi. Veit ekki hvað ég á af mér að gera í dag.. kannski læra?

Engin ummæli: