6. mars 2005

Ef það var einhverntímann ástæða til að blogga...

... þá er það í dag!!

ok, Guðjón snéri heim í gær frá London og skellti einni fyndnustu/sorglegustu sögu á mig sem ég hef heyrt í laaaaangan tíma!. Ég geri ráð fyrir að fólk hafi séð í fréttum á föstudag að það kviknaði í bíl á hverfisgötunni?? nú, var þetta ekki bara bíllinn hans Guðjóns!!! Hann skyldi hann eftir á BSÍ vegna ýmissa ástæðna, og fær svo símtal frá pabba sínum um hádegisleytið í gær að það hafi ekki verið nein önnur en gamla Mazdan hans sem var stolið, keyrt á ofsahraða niður hverfisgötuna og skellt á staur svo hann brann til kaldra kola. Hversu ó-raunverulegt er þetta?!?! fyrir áhugasama má sjá myndir sem Bjössi náði fyrstur allra hér .megi litli grái fákurinn hvíla í friði.

Annars var helgin mjög fín, kíkti á árshátíð enskunema í safnaðarheimili fríkirkjunnar og komst að því að ég þekkti 3 nemendur og kennararnir mundu ekki eftir mér. flott. Náði samt að spjalla vel við Maríu Erlu og þukla á brjóstinu hennar..flott. svo fór bróðurparturinn af laugardeginum í að þýða og fara yfir þýðingar ásamt spjalli og slúðri og með því..

sigli nú inn í nýja viku með bros á vör sökum góðs veðurs og göngutúrs með evu systur..

Engin ummæli: