2. mars 2005

banani og kókómjólk

ég fékk hugljómun í gær.

ég var að horfa á sjónvarpið, líkt og venjulega, og datt inní feitabolluþátt á skjá einum. Hvað er betra en amerískar bollur sem vilja létta sig og vinna sér inn smá pening í leiðinni? kannski the Swan ( að setja fólk í lýtaaðgerðir svo það geti svo tekið þátt í fegurðarsamkeppni) schnilld. Alla vega, þegar ég sá hvernig matnum hafði verið stillt upp fyrir framan keppenduna sá ég að allt sem þau borðuðu var brúnt og gult.. Það getur ekki verið hollt að borða bara tvo liti, er það? Sá sem sagt þarna að ég borða bara býsna hollan mat og þarf ekkert að skammast mín! hana nú

Annars var póstmannafélagið að semja við Íslandspóst og það var eins og að mæta í fuglabjarg í vinnuna í morgun, allir brjálaðir, enginn veit neitt um samninginn og gömlurnar alveg að missa sig. Vona að það verði hljóðlátara þegar ég er búin í skólanum svo ég geti pakkað öllum 4 dreifiritunum í friði...

Er að fara að halda míní-matarboð í kvöld, lasagna namm namm

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

oj þeir eru ógeð þessir 'you are what you eat' þættir. verið að sýna mannig hvað kemur út úr fólki þegar það fær stólpípu!! jakk.... fékkstu annars sms-ið frá mér?

Inga seka sagði...

Takk fyrir lasagnað, bara snilldar kokkur lára mín;)

Nafnlaus sagði...

Ja, maður missir allavega matarlystina það kvöld og er ekkert að narta í ógeð pógeð:)

Lára sagði...

nei maría, fékk ekki sms?? en ég var reyndar að tala um The biggest loser á skjá einum.. you are what you eat eru reyndar vibbi líka.. hehe raunveruleikasjónvarp upp á sitt besta