12. mars 2005

Hross sparkaði í andlit konu

þetta er ein af fréttum dagsins á mbl.is. Vorkenni konunni, en held að hrossið hafi bara verið eitthvað stressað. Er að vinna í þýðingu á Emmu eftir Jane Austen.. vill týnast inn í hugsanir um myndina sem skartaði einmitt henni Gwyneth í aðalhlutverki og alla kjólana í henni. Held ég eigi við einbeitingarskort að stríða.

3 tímar í partý,
-skál fyrir hafísnum í kringum Grímsey - kannski áttar þetta fólk sig á því hvað það er í raun erfitt að búa þarna.
-skál fyrir komu Franz Ferdinand - tjútt, tjútt og stuð "burn this city" og headbang með nettri sveiflu til vinstri
-skál fyrir sólinni - já hún virðist vera komin til að vera þessi elska, best að grafa upp sólgleraugun

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Lára!
Við erum þrjár í dk sem erum ekki alveg með á nótunum í sambandi við ma fimm ára stúdent.... Við viljum gjarnan fá upplýsingar um hvað eða hvenær eitthvað er í gangi og erum ekki alveg vissar hvert við eigum að snúa okkur í þeim málum.

Bestu kveðjur, Harpa Sig, Líney og Eygló
ps Eyrún er nágranni Eyglóar svo hún getur haft samband við Eyrúnu.
harpa@mail.dk

Lára sagði...

Hey! ég var einmitt að reyna að grufla upp emailin ykkar.. sendi ykkur mail í dag eða á morgun