25. mars 2005

Pétur, ég sé húsið þitt héðan

Já gott fólk, kominn föstudagurinn langi. Merkilegt með nöfn á þessum degi því á ensku er það Good Friday. Hvernig ætli þeir sem ákváðu nafnið á deginum á Íslandi hafi fundist um daginn? Erum við svona alvarlegri en aðrar þjóðir? laaaangur föstudagur í okkar augum því jesú var svo lengi að deyja en aðrir sjá þetta sem góðan dag því hann bjargaði okkur öllum frá glötun? Veit ekki. Veit bara að ég var að hlusta á þátt á Rás 2 áðan og það var einhver kirkjuspekúlant sem var súper klár og sagði skemmtilegar sögur af þessum páskadögum.

Ég vil nota tækifærið og þakka Hólmari fyrir frábært matarboð í gær þar sem asískur matur, grískt salat, spænskt rauðvín, danskur og íslenskur bjór var á boðstólnum og 3 tungumál í gangi! Ég held það gerist ekki alþjóðlegra en það. Fann Pepsi litla sparka og náði að tala um allar góðu sögurnar og slæmu sem við eigum sameiginlegar. Lifi Vialucis

1 ummæli:

Inga seka sagði...

Já takk fyrir yndislegt kvöld. Alltaf jafn gaman að hittast og tala um gamla og nýja tíma;)