19. mars 2005

langþráður laugardagur

ahh geisp geisp!

vaknaði mjög snemma í morgun til að fá bílinn hjá litlu systur minni sem var á leiðinni norður. náði að fara í sorpu með drasl og dósir og græddi 1.790kr! Ekki slæmt það. Er svo búin að fara í Bónus, þvo þvott og er nú fyrir framan tölvu í Odda og reyni að klára fyrirlestur um Robert Browning sem ég flyt á þriðjudaginn en nenni því engan veginn. held ég verði að standa aðeins upp og fá mér kaffi kannski?

gerði mest lítið í gær nema lesa og glápa á einstaklega lélega dagskrá sjónvarpsins. Get bætt mér það upp með Sleepy Hollow í kvöld eða „Í Drungadal“ eins og RÚV kallar hana. Johnny Depp er frekar fyndinn og Christina Ricci hefur aldrei verið jafn föl í framan.

4 nætur í heimför til akureyrar, 7 dagar í páskaegg

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

E-ð grunaði mig að þú værir að blogga þegar ég sá þetta browning dót á msn!!
Annars eru 8 dagar í páskaegg nema þú ætlir þér að svindla sem er náttlega harðbannað.
Bið að heilsa Nonna og Kristínu í drungadal;-)