23. mars 2005

on the road again...

eftir fyrirlestur í gær (sem gékk vel, takk takk) og svefnlitla nótt í gestaherberginu lagði ég af stað heim til akureyrar kl. 2 í dag. Ég hélt 2ja ára barni á snakki í nokkurn tíma og dældi í hana vínberjum með þeim afleiðingum að rétt fyrir utan Varmahlíð skiluðu þau sér upp aftur ásamt hádegismatnum (bjúgu). Flott. Náðum að sveifla okkur í vegkantinn og græja barnið áður en við brunuðum áfram heim og náðum rétt í kvöldmatinn hjá mömmu.

Það er eitthvað ótrúlega afslappandi að komast burt frá hversdagslífinu, sama í hvaða formi það er. Finn strax hvað ég er þreytt og get varla beðið eftir að skríða upp í rúm og sofa vonandi í 9 tíma.

1. dagur í afslöppun er hafinn

Engin ummæli: