11. mars 2007

Voy a Espana!

Takk fyrir krossleggingu putta og tása og allt - ég er þokkalega á leiðinni til Spánar! Á miðvikudaginn held ég því til Madrídar gegnum London og fer svo þaðan til Toledo. Framundan eru fundir, skoðunarferðir, smá afslöppun (vonandi) og kannski maður kaupi smá marsípan?

Í dag fór í ég skírn og skírnarveislu með tilheyrandi kökum. Mætti reyndar aðeins og seint í kirkjuna (ekki mér að kenna!) en náði þó mest allri athöfninni. Innilega til hamingju Inga, Einar og Jóhanna Margrét!

Á morgun byrjar Ratatoskur hjá nemendum M.A. og ætlum við Harpa samkennari að bjóða upp á kennslu í prjóni og hekli - vúhú! Þetta þýðir að almenn kennsla fellur niður að mestu leyti og því er hægt að nýta dagana í að fara yfir ýmsustu mál; stíla, möppur o.fl.

Er á leiðinni í bólið - þreytan að hellast yfir mann...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jahú! góða skemmtun sæta - hljómar ekkert smá vel ;)

gaman að lesa um kúbeinið haha. sammála, massa flott verkfæri.

miss ya beibí - knús og krús

Nafnlaus sagði...

Mundu líka að versla föt, gegt ódýrt á Spáni...við Elvar...og reyndar öll fjölsk. Valsson... fórum alveg á kostum í fatakaupum síðasta sumar og sum okkar þurftum að kaupa aukaferðatöskur fyrir heimferðina hehehehehehee. Knús, Anna-Margrét