9. mars 2007

Toledo


Það vill svo skemmtilega til að ég er sennilegast, (nánast alveg komið á hreint, bara smá eftir að staðfesta) að skreppa til Toledo á Spáni á miðvikudaginn (sjá fallegu mynd hér að ofan). "Skreppa?" heyri ég einhverja segja - jú ég þarf að fara á fund ásamt samkennara mínum Róberti og tveimur nemendum. Ef allt gengur eftir þá förum við út á miðvikudaginn og komum aftur á sunnudaginn. Viljið þið nú krossleggja alla putta (og tær) að Easy Jet sé ekki með vesen eins og Iberia sem hefur hér með misst mikil viðskipti (löng og drepleiðinleg saga sem ég verð pirruð á að segja svo ég sleppi henni bara ;).


Helgin fer í lestur fyrir MA ritgerðina og á sunnudaginn mun hún Jóhann Margrét verða skírð og er mér að sjálfsögðu boðið :) Hlakka til að sjá ykkur, krúttin mín!

Átti smá erfiðan dag í gær og vil bara segja TAKK Inga mín fyrir að skilja mig :)
Hafið það eeeeeeeextra gott og túdúls
p.s. Hawaii druslan haggaðist ekki (fór meira að segja aðeins upp - úbbs!)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

búinn að krosslegja fingur, tær og meira að segja fætur (Ómari til mikillar gleði)Ekki leiðinlegt að þurfa að fara á svona fallegann stað fyrir vinnuna. En hey havai gellan veit ekkert hvert hún á að fara þú manst vöðvar eru þyngri en fita og örugglega sigg-ið í höndunum eftir kúbeinið. p.s. þú manst að sleppa kúbeininu þegar þú ferð á vigtina .o)

Nafnlaus sagði...

Ég er að krosslegja líka dúllan mín!!! Óh and if u see lovely beads there, buy them and then I can make you some beautiful jewellery out of them!! knús xxx

Nafnlaus sagði...

Ég er búin að krossleggja allt sem ég fann, líka tær og fingur nágrannanna! Fer til múttu á eftir og krosslegg fjölskylduna líka. Þá hlýtur þetta að hafast og ég segi því góða ferð og góða skemmtun!