27. mars 2007

endirinn


já,

Madríd var RISA stór og full af fólki, mótmælendum og heimilslausu fólki. Við fórum frekar snemma til þess að ná að sjá eitthvað áður en við þurftum að bruna út á flugvöll og ná fluginu til London. Myndin hér til hægri er að listaverki sem var afhjúpað 11. mars og er til minningar um þá sem létust í hryðjuverkaárásinni í Madríd fyrir tveimur árum. Utan frá séð er þetta hlaðin glerveggur (hringlaga) en svo er hægt að labba undir glervegginn og þar er einhvers konar silkistrigi eða álíka með áletrunum á helstu tungumálum heims þar sem foreldrar eru hvattir til að ala börn sín upp við umburðalyndi og að virða náungann og að þetta verk sé til minningar um öll fórnarlömb hryðjuverka í heiminum.
Við örkuðum fram hjá Banco de Espana, Prado-safninu (hinum megin við götuna fór fram mótmæli gegn Íraksstríðinu), gengum Grand Via (en fengum ekkert að versla) og enduðum á torginu þar sem haldið er upp á nýja árið, ár hvert.
Restin af ferðinni snérist nær eingöngu um að fara í flug til að komas heim og fylgjast með því hvort stelpurnar væru nokkuð mjög veikar, sem þær voru :/
Það er gott að vera komin heim, þetta var allt of löng ferðasaga en takk þeir sem lásu ;)

Engin ummæli: