5. mars 2007

mar í lófa

Það er margt sem ég er tilbúin til að gera fyrir vini mína. Ég er til í að hjálpa þeim að flytja, bera húsgögn og kassa langar leiðir og jafnvel hjálpa þeim að mála, þrífa og setja saman IKEA húsgögn. Það er samt eitt sem ég mun aldrei gera fyrir ykkur, elskurnar mínar og það er að losa gólfefni hjá ykkur! Ég eyddi meirihluta sunnudagsins í að rífa upp gólfdúk, teppi og berja sundur parket. Í dag var mér illt í öllum líkamanum og í lófa mínum er rauður, aumur blettur eftir kúbeinið. Mér þykir samt ennþá vænt um kúbeinið ;)

Á meðan ég sat hérna fann ég hvernig líkaminn stífnaði enn meira. Ég finn að ég verð enn aumari á morgun - ég hlakka ekki til :(

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æ elskan... little bodies were just not made for such hard work!! You can lose those 100g again, I know you can... I think a great rap artist once said... "you can do it, put your back into it!" ahhh the lyrical talents of the rap world! ;-)

Nafnlaus sagði...

Jesús.. þetta er rosalegt.. verst ég gat ekki verið þarna með til að hjálpa til..
Get ekki beðið að koma norður til að sjá að gólfdúkurinn sé farinn ;D
Þið eruð svo duglegar, HiFive fyrir því..

Lára sagði...

Þokkalega, Lisa! Us midgets like the easy life - remember the Hobbits?!?
And the kilos will melt away sooooon.. I just have to stop eating ice-cream!!

Takk eva mín, já hlakka til að sjá þig líka :D HiFive!

Nafnlaus sagði...

Vá sjaldan vitað meiri tryggð við kúbein :-)
knús frá Garðastræti, ame

Nafnlaus sagði...

Ég hjó eftir þessu: ... setja saman IKEA húsgögn - þar ertu náttúrlega á heimaslóðum, hehe.

Bið að heilsa í vetrarríkið,
Berglind Steins, þýðönd

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þú ógó dugleg! Og ég skal aldrei biðja þig um að hjálpa mér að rífa af gólfefni. En tekurðu nokkuð að þér að leggja parket?