21. mars 2007

jæja, hvar var ég?
Já, alveg rétt... Við náðum loksins að skrá okkur í flugið frá Gatwick til Madrídar og náðum að slappa aðeins af áður en við stigum um borð í appelsínugula vél EasyJet og við tók starfsfólk í gráum og appelsínugulum fötum sem talaði sjúklega hratt og stúlkurnar voru sambland af Vicky Pollard og píunum úr Mile High þáttunum með smá dassi af druslunum úr Footballer's wives. Það tók 2 tíma að fljúga til Madrídar og maturinn sem maður þurfti að kaupa dýrum dómi var vondur. Nú lendingin í Madríd var harðari en á Heathrow svo við ákváðum að dæma þær líka á leiðinni heim, svona okkur til dægrastyttingar.

Á flugvellinum í Madríd tók ungur kennari á móti okkur en hann talaði voða litla ensku og vissi þar að auki ekki alveg hvenær hinn kennarinn kæmi til að sækja okkur. 30 mínútum seinna birtinn hinn kennarinn og upphófst nú mikill leikur um hvernig ætti að koma sér út af bílastæðinu við flugvöllin (það er víst ekki auðvelt). Bílferðin niður til Toledo var ein sú háskalegasta sem ég hef farið í og sat ég með samanherptar kinnar (á báðum stöðum) á meðan maðurinn sveiflaði bílnum til og frá milli akreina á 130km hraða og talaði spænsku mjög hratt við samferðakonu sína. Ég var hrædd um líf mitt og svei mér ef Róbert var ekki orðin pínu smeykur á endanum!
Þegar við komum loks til Toledo var okkur tjáð að við gætum sett töskurnar okkar upp á hótelherbergi og svo væri beðið eftir okkur á veitingastað í nágrenninu (n.b. klukkan var orðin hálf ellefu að kvöldi til) og neyddumst við til að borða 3 réttaðan kvöldverð sem stóð yfir til miðnættis áður en við náðum að hvíla okkur. Ég var orðin svo þreytt að ég tók ekki einu sinni eftir því að hótelið okkar var við hliðina á yndislegri kirkju með fallegum kirkjuturni en hann sá ég næsta morgun....

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já þú hefur líklega ekki náð að taka siestuna fyrr um daginn eins og Spánverjarnir til að geta borðað svona seint....hefði viljað sjá þessar flugfreyjur...snilld ef tvífari Vicky Pollard rétti manni samlokuna og kaffið :-)
knús anna margrét

Nafnlaus sagði...

Gaman að lesa um þetta á blogginu þínu! Ég var ekkert búin að heyra um Vicky :-) Bíð spennt eftir framhaldi.

Syneta sagði...

Það bíða fleiri lesendur spenntir:)

Lára sagði...

blogger er að stríða mér!! set næstu færslu við fyrsta tækifæri!!!