5. október 2005

needle in the hay

fékk flensusprautu í dag í apótekinu. ákvað að nýta mér þetta þar sem konan mætti hreinlega á svæðið með pakka af bóluefni og bauð okkur starfsfólkinu upp á smá nálastungu. fann til í vinstri hendinni í allan dag og er rétt núna búin að losna við bólguna og roðan sem var í kringum stunguna.

þreytan og kuldinn halda áfram að leiðast hönd í hönd og næ ég varla góðum nætursvefni þó ég reyni mitt besta. er búin að panta annan tíma hjá lækni - best að fá þetta á hreint með skjaldkirtilinn. hver veit nema ég hressist við, bara vegna þess að ég á pantaðan tíma hjá lækni.. merkilegt hvað það gerist oft.

bakaði súkkulaðiböku í kvöld. er ekki ennþá búin að smakka hana því hún er enn að setjast.. það gerist líka merkilega oft- hlutirnir taka lengri tíma en gefinn er upp í matreiðslubókum.

verð að reyna að sofna.. verð að sofa vel... verð að hvílast...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ooh flott mynd af þér... rosa arty! :-) skemmti þér vel á Akureyri.

Lára sagði...

heheh takk takk! ég mun senda góðar hugsanir til þín á föstudaginn þegar þið horfið á Meet me in St. Louis!