28. október 2005

Hrekkjavaka

Eftir ótrúlega langan vinnudag í gær er ég loksins vöknuð og nokkurn veginn komin á fætur.. Stóð í barnadeildinni í gær og það var hreint ekki eins slæmt og maður var búin að heyra.. reyndar er víst mest að gera um helgar en börnin voru alveg hreint krúttleg.
Í dag er svo bíó í skólanum kl 11 og svo halloween partý hjá enskudeildinni á laugarveginum.. ef þið sjáið skrýtið fólk á vappi nálægt hlemmi þá eru það sem sagt enskunemar...

horfi út um gluggann og það er snjókoma og fok og leiðindi.. held ég taki strætó í skólann í dag

Engin ummæli: