3. desember 2007

Niðurtalningin hefst

Já jólin koma víst alltaf á endanum, sama hvort maður er búinn að baka, þrífa, pakka inn gjöfunum, senda jólakortin og hvaðeina...
Ég og mútta erum búnar að baka, ég eina sort og hún 5! Svo gerðum við piparkökur saman, en það hallar nú aðeins á hana, ekki satt? Dugleg mamma ;)

Ég á eftir að skella jólakortunum í póst og taka netta jólahreingerningu á herbergið en það kemur allt saman. Fyrst þarf ég að skila inn ritgerð með Mumma en við höfum viku til að klára hana og þá ætla ég aldeilis að leyfa jólabarninu að dafna.

í fyrra setti ég inn lista yfir jólabíómyndir sem ég vil helst horfa á í desember eða milli jóla og nýárs og í ár er engin breyting.. í fórum mínum á ég nú:
-While you were sleeping
-Love actually
-The Holiday
-White Christmas
-The Grinch

Auk þess sem ég horfi oft á LOTR um jólin, því þær voru allar frumsýndar um jól.

Íbúðin gengur alveg ótrúlega vel en það er löngu orðið ljóst að ég flyt ekki inn fyrir jól. Næsta pressa er að klára fyrir afmælið mitt í janúar svo krossleggið nú puttana með mér. Svefnherbergið er tilbúið undir málningu og parket, hurðirnar eru að koma, flísarnar eru líka komnar svo það vantar bara eldhúsinnréttinguna og svo alla vinnuna ;)

Þorláksmessa ætti að vera athyglisverð - ekki einungis verða úrslit í dansþættinum Strictly come dancing heldur tekur Barcelona á móti Real Madrid á heimavelli og það er ruuuuusalegt! Stemmarinn á áhorfendabekkjunum er ólýsanlegur og ekki spillir fyrir ef Smárinn fær að vera inná...

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jólabarn:) Mig vantar nýja netfangið þitt, ertu komin með nýtt msn? Þarf að senda þér póst gamla.
Kv. Tóta

Nafnlaus sagði...

Christmas Vacation

ER MÖST til að koma sér í jólastuðið

Kv. Mummi litli.

Lára sagði...

hehe já ég á hana því miður ekki :/ spurning um að panta hana á Amazon?

Nafnlaus sagði...

Já nákvæmlega ekki gleyma National Lampoon´s Christmas Vacation. Ah elska Chevy Chase...bara í þeirri mynd þó...held hann hafi ekki verið að gera fleiri góða hluti. Síðan er svooo gott jólalag í henni; The Hawaiian Christmas Song með Bing Crosby...mele kalikimaka is the thing to say on a bright hawaiian christmas day...that´s the island greeting that we send to you from the land where palm trees sway........ Brilliant...eigum við að ræða það eitthvað eða? :-) Jólaknús Anna Margrét

Lára sagði...

Mele kalikimaka er besta lag í heimi! Ég hugsa alltaf um þig og Kristján þegar ég heyri þetta lag!

Nafnlaus sagði...

Afhverju ekki Home Alone?????

Lára sagði...

Sko, Home Alone er auðvitað fyrir margt löndu orðin klassík. Hver hlær ekki að skíthvítum makkanum skellandi á sig rakspíra og skutlandi lími og málningardósum í fésið á vondu gaurunum?

Ég á bara þessar á dvd en ekki allar hinar ;)

Syneta sagði...

Ég myndi bæta You've Got Mail og Sleepless in Seattle við listann ;)

og btw: Mér þykir óskaplega vænt um þig Lára mín og ég vil endilega að þú munir það ef ég næ ekki að senda jólakort í ár;)

Nafnlaus sagði...

Flissss og dansandi gínum inní stofu.
Jólamyndir eru svo meiriháttar hressandi.