8. desember 2007

(ó)farir?

Piparkökumótin mín komu loksins.. ég nennti ekki að baka fleiri piparkökur svo ég ákvað að bara eitthvað sem heita 'sugar cookies' og bragðast mitt á milli vanilluhringja og kúrenukaka (mínus kúrenur)

deigið var of lint, svo var það of hart, svo bakaði ég nokkrar kökur og þær voru of harðar og næstu voru og þykkar svo þær voru mis líka..

ég gafst eiginlega upp en á þó nokkrar sem hægt er að gera sætar með því að smyrja á þær flórsykurkremi og borða þær í myrkri...

ég vaknaði allt of snemma í morgun og nú er ég búin á því en er á leið í jólaleiðangur... minn er þreyttur


p.s. ég ætla að láta blessa íbúðina mína - presturinn er klár í verkið.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég á eftir að baka piparkökur, ert velkomin! (Það verður reyndar því miður líklega ekki fyrr en 22. des) :S

Lára sagði...

hehe, já hver veit nema ég mæti!