4. desember 2007

Prestablogg

Ég les bloggið hans séra Svavars og finnst hann oft hitta naglann á höfuðið og oft er gott að lesa falleg og hlý orð í garð náungans þegar manni er kalt eða þykir myrkrið og mikið.
Í gær skrifaði hann um orðin 'Varúð! Prestur!' sem höfðu verið skrifuð aftan á bílrúðu séra Óskars og skrifar hann pistil í kringum það sem ég hvet ykkur til að lesa.

Ég ætla hins vegar að biðja fólk um að stilla sig þegar kemur að athugasemdum, því trúmál eru hitamál eins og sjá má á athugasemdum við pistilinn hans....

4 ummæli:

't beertje sagði...

Mér þykir þetta nú reyndar hálf ömurlegt. Einhver skrifar níð á bíl prestsins (segir að hann sé prestur), og það notar hann til að koma höggi á Siðmennt sem ég efast um að hafi komið að hrímskrifunum.

Þar fyrir utan finnst mér svosem að Jésúbarnið megi alveg vera sett á sama stall og jólasveinarnir yfir hátíðirnar, því það má alveg segja þeim skemmtilegar sögur, en að öðru leiti á trúin heima í kirkjunni og á heimilunum og á ekkert erindi í skólana.

Lára sagði...

Hann útskýrir nú í athugasemd að organistinn hafi þarna verið á ferðinni og um glens hafi verið að ræða.

Persónulega finnst mér hann ekki ráðast á siðmennt heldur bendir einfaldlega á það sem er búið að vera í umræðunni (sérstaklega á moggabloggsíðum).

Svavar kom síðan í fréttum stöðvar tvö þar sem hann benti á að réttara væri að leyfa öðrum trúfélögum að kynna sín fræði frekar en að útiloka kristnina. Væri það ekki til að auka víðsýni?

't beertje sagði...

Heh, er það ekki brot á fyrsta boðorðinu? Nei, víðsýni og trúarbrögð fara ekki saman.

Þetta snýst ekkert um að útiloka kristni framar öðrum trúarbrögðum, hvort sem það ert þú eða presturinn sem gefa það í skyn (sbr. "réttara væri að leyfa öðrum trúfélögum að kynna sín fræði frekar en að útiloka kristnina"). Trúarfræði eru kennd í skólum. Hvað vill prestur meira en það? Og aftur má jesúbarnið alveg koma að hátíðarhöldunum fyrir mér, því það jú hluti af menningararfi okkar, rétt eins og jólasveinarnir.

En fyrir utan það eiga trúarbrögðin ekki heima í skólunum.

Lára sagði...

Já,
verum bara sammála um að vera ósammála, það er fínt.