13. febrúar 2006

helgarlok

þá er helginni minni lokið og heimsókn Steinunnar systur og Ágústar Óla. Mikið fjör, glens og grín ásamt bleyjuskiptum, frekjuköstum og kókómjólkurdrykkju ;)

Á laugardaginn var ég í stífu prógrammi með litla frænda ásamt Evu systur og Árna á meðan mamma hans var í vinnunni og náðum við að gera eftirfarandi:
-fara í húsdýragarðinn og sjá þegar selirnir fengu að borða
-borða kjötbollur í IKEA og renna okkur óspart í rennibrautinni
-heimsækja Evu og horfa á "skíðakalla" í sjónvarpinu
-kíkja á 112 daginn í Skógarhlíðinni og sjá alla sírenubílana
-gefa öndunum brauð og reyna að forðast gæsirnar gráðugu
-labba upp alla stigana heima hjá mér án þess að þurfa hjálp!
Það er kannski ekkert skrítið að barnið steinsofnaði kl. 7 um kvöldið!!
Sunnudagurinn var öllu rólegri og fór öll dagskrá fram innandyra sökum leiðinlegs veðurs en þá náðum við líka að lita myndir, hoppa í rúminu, binda bönd í húsgögnin og svona ;)
Í dag var svo tekinn smá rólórúntur og andabrauði hent í "litlu endurnar" auk búðaferða í smáralind og IKEA aftur!
Ég verð að viðurkenna að ég sofnaði á sófanum eftir að heimsókn þeirra lauk í dag enda skil ég ekki hvar börn fá alla þessa orku sem þau hafa!!

Í dag á svo Guðjón afmæli og ég ætla að baka betty brownies handa honum eftir smástund.. þegar ég nenni að standa aftur upp....

vona að ykkar helgi hafi verið eins viðburðarrík og skemmtileg og mín!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ÚFF! ég verð bara þreytt að lesa þetta hehehe *smooch*

Nafnlaus sagði...

ég uppgötvaði á lau að bókval selur GALA sem eru þýsk slúðurblöð. Keypti upp "allan" lagerinn sem samanstóð af þremur blöðum; des 2005, jan og feb 2006 og las hverja einustu grein þegar ég kom heim. Ellllska GALA. Fékk líka gæða nautafilet með bernaise sósu made from scratch hjá tengdó ásamt rauðvíni í lítravís um kvöldið mmmm.... Þetta var sko fín helgi :-)

.....vissurðu að Teri Hatcher og Goerge Clooney eru saman. Þetta er víst að a match made in heaven því hann vill konu sem reynir ekki að hefta hann niður með hjónabandi og börnum og hún vill bara e-ð easy going því hún er tvífráskilin...auk þess á hún barn og þarf víst ekki fleiri...GEGT
:-)
Knús Anna Margrét

Nafnlaus sagði...

Hi elskan... ég hringi í þig seinna í dag - vona virkilega að þú hefur ekki fengið nein skilaboð frá bisexualið! ;-) ég dreymdi að hann var að reyna við þig í gærkvöldið og ég var rosa töff með honum og ég var bara... hún er ekki interested... in the words of a wise lady... pick a frikkin lane! :-)