5. febrúar 2006

ahhh... enn hvað það er gott að sitja hérna heima í þögninni eftir 2 daga af stanslausum straumi fólks sem vill að maður hjálpi sér.
Í gær var Karókíkvöld Ikjea á Ölver og var ég bílandi :) skemmti mér ansi vel við að fylgjast með misdrukknum starfsmönnum reyna fyrir sér á sviði - vildi að ég hefði tekið með mér myndavél! Ég ákvað að taka ekki þátt í þessu heldur söng bara Hollaback girl í bílnum á leiðinni heim.. miklu betra að syngja bara fyrir sjálfan sig!

Náði að læra ansi mikið og kláraði tvo lítil handavinnuverkefni sem hafa legið ofaní körfu allt of lengi...

Held ég horfi á 24 og slappi rækilega af í kvöld, er að vinna allan daginn á morgun..

tjuuuuuuus

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er Guðjón ekki kominn aftur? Er hann með fullt af gossip frá París, ha?? :-)

Lára sagði...

hehe ó jú, le gossip eins og við köllum það! Ég skal deila því sem ég veit á morgun yfir súkkulaði/cream cheese squares ;)