ok,
ég er að skríða saman eftir heiftarlega sólarhringspest sem ég fékk í gærmorgun! Vaknaði við ógurlega verki í maganum og eyddi morgninum á klósettinu þar sem vessar komu ýmist upp eða runnu niður! Eftir að hafa staulast að símanum til að tilkynna veikindi í vinnunni náði ég að drekka vatn og sofna örlítið en vaknaði við það að ég var komin með 38 stiga hita og leið bölvanlega. Hitinn náði hámarki um hálf 9 í gær þegar ég mældist með 39 gráður og var þá jafnvægisskynið í ólagi og ég grenjaði því mér leið svo illa. Ef Guðjón hefði ekki keypt handa mér bláan Powerade þá held ég að ég hefði ekki lifað þetta af..
Í dag líður mér nú aðeins betur, hitinn er farinn en ég er með sjúklegan svima - tengist líklega því að ég hef ekkert borðað í rúman sólarhring.. er núna að pína ofan í mig pasta því það var það eina sem ég átti í augnablikinu..
held ég kíki aðeins á ólympíuleikana í sjónvarpinu og lesi svo meira í bókmenntasögu..
15. febrúar 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Baráttuveikindakveðjur!! vona að þetta lagist allt saman og að þú verðir komin á fætur og hressari sem allra, allra fyrst:)
sjæse stelpa! átt alla mína samúð, gott að heyra að þú sért að skríða saman. *smooch*
þakka ykkur kærlega fyrir stúlkur - er öll að koma til og held ég verði bara ansi hress á morgun :)
Ah hvað mér finnst gaman að hafa niðurgang! ;-)
lísa.... VOTT?? hvaðan kom þetta? hahahahaha
hahaha!
ég held að kaldhæðnin hafi ekki skilað sér nógu vel í síðasta commenti Lisu! ;)
Skrifa ummæli