15. ágúst 2005

When it rains...

Já það virðist eitthvað dularfullt karma vera í gangi þessa dagana því það bilar allt í höndunum á okkur Guðjóni. Fyrst gaf klósettið sig (fyrir löööngu síðan) og hefur ekki enn fengið fullnaðar aðstoð frá pípurum; sturtan okkar er frekar löskuð og erum við að bíða eftir fyrrnefndum pípurum til þess að laga blöndunartækin þar. Svo tókum við eftir því að ein hellan á eldavélinni hitnar ekki en það er samt semi í lagi því við notum hana eiginlega aldrei. Svo í gærkvöldi tók nú út fyrir allan þjófabálk þegar ísskápurinn gaf sig! Við héldum í okkar sakleysi að hann væri nú bara svolítið volgur og myndi kólna strax aftur en nei. Þegar við komum heim úr vinnunni var funheitt í skápnum, osturinn orðinn sveittur og majonesin orðin gul. Sem betur fer hékk frystirinn inni aðeins lengur og náðum við að bjarga þeim mat með góðri hjálp Evu systur (takk snúlls :)!

Hvað getur bilað næst? ef tölvan eða þvottavélin gefa sig þá fer ég að grenja. Í alvörunni. Get einhvern veginn ekki séð neitt jákvætt í dag, allt ömurlegt, þreytt, pirruð, illt í maganum.. langar bara að skríða undir sæng og gleyma öllu. Held ég fari í langt bað og skríði svo bara í háttinn.. tek bara upp LOST.. get ekki vakað...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sendi þér ofurstórt knús og vona það skili einhverju. ég hef fulla trú á því að NÚ *veifar töfrasprotanum* fari þetta að bestna. svo ég vitni nú í 'the crow': 'it can't rain all the time' :Þ

en hvað ætlið þið að gera varðandi ísskáp?

Lára sagði...

Æi takk elskan.. já ég held ég sé bara að finna góða strauma !Guðjón ætlar að skoða skápa á morgun í Elko, Expert, Heimilistækjum og fleiri stöðum.. hann átti þennan þannig að hann græjar þetta líklegast

Nafnlaus sagði...

ok ... svo buddan verður kannski ekki alveg gaaaaaltóm með gati og allt! heyri í þér bráðlega :) *knús*