18. ágúst 2005

ADSL sjónvarp

Jibbí kóla!
Fékk ADSL sjónvarpsuppsetningu í morgun og sé nú kristaltæra mynd á Rúv og Skjá einum þar sem áður létu 5-6 draugar lausum hala og þegar horft var á CSI eða álíka dökka þætti var óljóst hvað var í gangi sökum lélegra myndgæða!
Já góðu fréttirnar reyna sífellt að yfirgnæfa þær slæmu.. Ég fæ að knúsa systur mína og litla frænda minn Ágúst Óla á afmælisdaginn hans 26. ágúst því mamma mín gerðist svo frábær að lána mér fyrir flugfari heim þá helgina. takk mamma mín! Ætla að eyða sem mestum tíma heima bara hjá þeim og fjölskyldunni - njóta þess að vera í í smá fríi áður en skólinn byrjar...

held áfram að vinna, hlakka til að horfa á tært sjónvarp í kvöld

4 ummæli:

Eva Þórarinsdóttir sagði...

Til Lukku enn og aftur...frábært að heyra að það góða rigni yfir þig núna ;) Ég setti upp nýja sturtuhengið jibbí og búið að prufu keyra..þarf allavega ekki lengur að kúgast þegar hengið snertir mig hehehe...stofugrdínurnar er sma vandamal en ætla að reyna að kippa þessu í liðinn núna..kíki á þig á morgun koss og knús..get ekki beðið að við verðum öll fjölskyldan saman á AK..

Lára sagði...

já eva mín, ég hlakka sko líka til að fara norður.. gott að heyra að sturtuhengið er tilbúið, alveg kannast ég við þessa gubbutilfinningu þegar skítugt sturtuhengi smellist fast á mann! knús knús og heyri í þér á morgun

Nafnlaus sagði...

Þetta er ótrúlegt... maður er hérna að vafra um veraldarvefinn mikla og rekst ég þá ekki á blogg sem Lára klára stendur fyrir. Það eru einhverjir kosmískir kraftar hér að verki....

Gaman að sjá hvað þú ert að vesenast í borg óttans.

You go girl....

Kv. Mummi

Lára sagði...

nau, mumms! Gaman að 'sjá' þig! Takk kærlega fyrir commentið, alltaf gaman að sjá að fólk nennir að lesa þetta bull ;)