5. ágúst 2005

le weekend

jebbs, enn ein helgin að sigla í höfn, bara eftir að vinna í 4 tíma, kíkja í ræktina, klára að skúra íbúðina og þá er þetta klárt :) Mamma er að kíkja í heimsókn um helgina og við ætlum að tjútta upp á Árbæjarsafn og eitthvað fleira skemmtilegt eftir veðri.
Svo er náttlega Gay Pride gangan á morgun kl. 15, hvet alla sem vilja sýna lit að flykkjast niður á laugarveg og fylgjast með herlegheitunum.. Minni líka á að við erum að selja nælur til styrktar Samtökunum í apótekinu mínu (500 kjall) og eru þær að sjálfsögðu í regnbogalitunum :)

Er víst við það að verða of sein í vinnuna þannig að ég hef þetta stutt í dag, lofa góðum pistli um ferðir helgarinnar á morgun og hinn,
góðar stundir

2 ummæli:

Eva Kristin sagði...

Til hamingju með nýju vinnuna þína.. þýðir það að þú droppar mastersnáminu;)

Lára sagði...

hehehe nei ég held ekki :) verð bara með skólanum, aðra hverja helgi og svo 2 daga í viku :D ég ætla að hringja í þig við tækifæri, þú kannski bendir mér á góðan tíma?? knús