25. ágúst 2005

Sumarlok

Á morgun er næst síðasti vinnudagur minn í apótekinu. Á morgun fer ég líka norður til Akureyrar í smá helgarfrí og afmælisveislu hjá Ágústi Óla - það er verið að bara súkkulaðikökuna as i type this..

Fór að hugsa um hvað sumarið gaf mér í ár:
Júní:
-Bjó á Akureyri og átti ómetanlegar stundir með fjölskyldunni
-varð 5 ára stúdent og fagnaði vel í höllinni
-fann Lay's tómatsósuflögur og grét af gleði þegar ég smakkaði þær
-keypti mér geisladisk í fyrsta sinn í rúmt ár
-flutti aftur suður og átti mitt fyrsta sumar í Reykjavík

Júlí:
-Fór í fyrsta sinn í fjallgöngu á Esjuna og náði Steini. Fór svo aftur 2 vikum síðar með Maríu minni og á vonandi inni eina ferð í viðbót
-fór að stunda líkamsrækt markvisst og sé árangur í dag
-borðaði sjúklega mikið af Bónus svínahnakka grillkjöti og náði að þróa grilltækni mína þannig að ég fæ einungis vott af reykeitrun núna ;)
-Las Harry Potter 6 á innan við 36 klst.
-Eva Stína eignaðist Óskar Smára
-Fyrsta verslunarmannahelgi í Reykjavík

Ágúst:
-Fór í fyrsta sinn á Árbæjarsafn
-Sá Gay Pride gönguna með eigin augum
-Tók þátt í Menningarnótt
-Byrjaði að vinna í IKEA
-uppgötvaði ást mína á frímerkjum
-fékk nýtt klósett :D
-réðst loks á bókalistann og er nánast búin með Catcher in the Rye

Já, kannski gerir maður miklu meira en maður heldur! Reyndar er þessi listi ekkert tæmandi en þetta er svona það sem stendur upp úr í augnablikinu og það sem ég vil minnast.
Efast um að ég nenni að blogga fyrir norðan þannig að góða helgi öll sömul

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

og eftir hvert sumar, kemur haust! Ég var að finna link á ótrúlega margar uppáhaldsbækur, myndir og tónlist sem ætti að geta hlýjað manni í kuldanum í vetur... etv. eitthvað í bókaklúbbinn hér:

http://observer.guardian.co.uk/review/story/0,6903,1553059,00.html

Ótrúlega gaman að lesa þetta

Syneta sagði...

Góða ferð og hafðu það sem allra best fyrir norðan:) ... kaffihúsaferð í næstu viku kannski barasta?

Lára sagði...

takk guðrún og Linda, já ég get farið á kaffihús á þri og svo út vikuna :) ég hringi.. ég lofa ;)

Nafnlaus sagði...

takk fyrir esjugöngurnar - sammála, eigum amk eina eftir ;) góða helgi og vi ses þegar þú kemur suður aftur. knúsíkrús

Nafnlaus sagði...

- fékk nýtt klósett.... now that's something I've never done during a summer holiday! ;-)

Lára sagði...

mmm.. the toilet is the best thing ever.. it is quiet and small and never gives me any trouble unlike its previous brpther. I hated (yes i know it's a strong word)my old toilet and that is why the new one makes the list of good things this summer :)