14. ágúst 2005

Starfsþjálfun

jammsí!
Byrjaði að vinna í IKEA í gær og held ég hafi bara staðið mig ágætlega. Var sett í Svefnherbergisdeild sem þýðir að ég sel rúm, dýnur, fataskápa, kommóður já og baðherbergisinnréttingar! Í gær mátti ég samt bara elta hina og fá að spreyta mig aðeins á tölvukerfinu ef þau voru við með mér en ég náði samt að aðstoða helling af fólki :) Í dag fæ ég held ég gula pólóbolinn og byrja í tjúttinu! Verð að vinna milli 12-18 ef einhver á leið hjá:D

Vegna þessarar vinnutarnar um helgina hef ég látið lítið fyrir mér fara og sofnað snemma bæði kvöldin. Horfði nú samt á Primal Fear í gær og vá hvað Edward Norton er mikill snillingur. Ég held samt að það séu allir búnir að sjá þessa mynd nema ég þannig að ég var víst að uppgötva snilld löööngu eftir að hún var gerð :)

ágætis veður úti, best að njóta þess áður en ég fer inn í gluggalaust hús í 6 klukkustundir

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

agalega var fínt að sjá þekkjanlegt andlit meðal starfsmanna þarna hjá ikea :) you go grrrrrrl. og já .... takk fyrir aðstoðina ;)

Lára sagði...

hehehe minnsta málið ;) alveg fyndið hvað maður þekkti marga sem runnu þarna í gegn - bæði persónulega og svo bara svona andlit sem maður kannast við!

Nafnlaus sagði...

vá já .. get ímyndað mér það! væri eflaust bara glápandi allan daginn hahaha ....'bíddu ha, vantar þig aðstoð? já nei ég er aaaaðeins upptekin' hehehe