20. janúar 2008

Now you're one year older.... again

Ég átti alveg stórfínan afmælisdag í gær og vil þakka allar góðu og skemmtilegu kveðjurnar sem ég fékk símleiðis, í athugasemdakerfinu hér og svo í gærkvöldi :)

Ég fór nefnilega til Önnu og Jens og höfðu þau og Mummi og Sara smalað saman í spilakvöld þar sem Party & Co átti að spilast fram á nótt. Anna hafði nú laumast til að baka kökur (já, 2 kökur takk fyrir og heitann rétt!) og svo tróðum við nammi og snakki í liðið svo enginn fór svangur heim. Eftir slakan fyrri leik hjá mér og mínu liði, þar sem okkur tókst að fá ekkert nema fýlukalla og bláar hnetur skipti ég um liðsfélaga og með flugmanninum Ragnari spilaði ég til sigurs!
Leiksigur kvöldsins var þó túlkun Jens á kvensjúkdómalækni en sú sjón á eftir að lifa með mér og öllum sem þarna sátu til dauðadags!
Takk fyrir mig öll sömul - ég var ennþá hlæjandi þegar ég fór að sofa ;)

Í dag heldur svo byggingarvinnan áfram - ég er þó slakur vinnumaður enda svaf ég til hádegis því ég er ekki vön að vaka svona frameftir - ussu suss! Aldurinn er greinilega að færast yfir mann...

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

innilega til hamginju með afmælið í gær!!! vona að þú hafir haft það gott og til lukku með party og co sigur;) -þetta spil er ein sú besta skemmtun sem spil geta boðið upp á!

Knús og gangi þér vel í framkvæmdum áfram!
íris

Nafnlaus sagði...

hæhæ!
til hamingju með afmælið í gær ;)
rakst á síðuna þína...:)
bið að heilsa :)
kveðja frá Húsavík, Unnur Erlings

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið ástin mín... ég hringdi tilbúin að sngja og svo svaraðir þú ekkert! :-( Þú varst örugglega að skemmta þig of mikið... ég vona að það var allt æði hjá þér... skal hringja á morgun... knús og kossar... elska þig mikið Pedro mín... xxxxx Þín Hanz

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn í gær =)

Lára sagði...

Takk takk!
Gaman að sjá Þig hér Unnur :)

Takk Pála - laumulesari ;)

Syneta sagði...

Vinsamlega syngist við afmælissönginn - miðjukaflinn skal rappaður af innlifun:

Hún átti afmæli hú'Lára!!
Hún átti afmæli hú'Lára!!
Hún átti aaaaaaafmæli hú'Lára!!
Hún átti afmæl'um daginn og ég mundi það sko alveg bara komst svo ekki til að hringja því ég var að vinna og er fyrst að drullast til að skrifa komment núna en ég hringi við fyrsta tækifæri þegar þú ert vonandi ekki að vinna!!!
Hún átti afmæli hú'Lára!!


Innilega til hamingju með afmælið Lára mín!! *smakk* og knús:)

Lára sagði...

LOL!

Þú ert snillingur Guðrún! Takk fyrir þennan síðbúna afmælissöng - made my monday ;)