31. janúar 2008

Bylur

hó hó, hí hí, ha ha!

Loksins kom óveðrið til Akureyrar! Ég beið og beið og vonaði en aldrei varð veðrið nógu leiðinlegt til að hægt væri að kalla það vetrarveður. Í morgun beið mín fjall af snjó á bílnum og annað fjall beint fyrir framan hann. Hmm. Í fyrsta sinn efaðist ég um getu litla Aygo en svo mundi ég eftir Top Gear Winter Olympics þar sem þeir fóru í Hokkíleik með bílana og ég tók gleði mína á ný. Fyrst þeir gátu gert það í Lillehammer í Noregi þá gæti ég komist í vinnuna á Akureyri, Íslandi!

Götur bæjarins höfðu allar verið ruddar svo ekki var erfitt að komast upp að Borgum en þar tók annað við. Búið var að ryðja litlu plönin en ýtan var akkúrat í aðreininni svo ég ákvað að leggja bara á stóra planinu. Big mistake! Þar var ekkert búið að ýta og lenti ég því í vægast sagt skemmtilegum hasarakstri þar sem ég vonaðist til að sleppa án þess að festa mig og verða mér til skammar! Ég hló frekar mikið þar sem ég rásaði um og komst loks út af planinu aftur og framhjá ýtunni.

Nú bíð ég bara eftir frostinu mikla sem á víst að skella á okkur á laugardaginn. Best að kaupa Swiss Miss og baka skúffuköku.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Top Gear byrjar aftur í febrúar vúhú :-)

Knús ame

Lára sagði...

Ég veit! Því miður er ég samt búin að sjá þessa þætti á BBC - en þeir eru sniiiiilld ;)

Nafnlaus sagði...

go aygo - go aygo - go aygo:)
Pant kaupa hann af þér þegar þú selur hann:)
kv
áhk

Nafnlaus sagði...

já Aygo kemur á óvart...er fimm dyra og alles hehe ;-)

knús ame

Nafnlaus sagði...

World Of Warcraft gold for cheap
wow power leveling,
wow gold,
wow gold,
wow power leveling,
wow power leveling,
world of warcraft power leveling,
world of warcraft power leveling
wow power leveling,
cheap wow gold,
cheap wow gold,
buy wow gold,
wow gold,
Cheap WoW Gold,
wow gold,
Cheap WoW Gold,
world of warcraft gold,
wow gold,
world of warcraft gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold
buy cheap World Of Warcraft gold z3v6q7xx