Þá er ég búin í skólanum - allt nema MA ritgerðina! Ég ætla nú ekki að byrja á henni fyrr en eftir svona 2 vikur í fyrsta lagi (sem sagt rannsóknarvinnu) og skrifa hana í vetur... en vei!
Eyddi meirihluta dagsins í verslunarferð í mestu orkusugum landsins - Kringlunni og Smáralind - en afraksturinn var kjóll, pils, bolur, peysa, skór og nærföt :)Ákvað að splæsa á mig smá nýjum fötum í tilefni þess að ég fæ núna hærri laun en undanfarið og þarf ekki að skrimta á námslána-líki!
Þegar ég kom heim og ætlaði að raða fötunum í fataskápinn minn fannst mér hann eitthvað svo þungur og fullur af drasli þannig að ég byrjaði á því að taka allt úr honum, þrífa hann og raða svo inn í hann þeim fötum sem ég vildi nota í sumar. Eftir sátu nokkrar eftirlegu kindur sem ýmist fóru ofaní kassa (vetrarföt), ofan í plastpoka (gefist í sorpu) eða í svartan ruslapoka (ónýtt dót sem enginn hefði gott af því að erfa frá mér ;).
Nú fyrst ég var byrjuð að taka til í herberginu ákvað ég bara að fara í gegnum allt dótið sem var þar inni og var ég sem sagt að klára það. Heill ruslapoki af dóti situr á stofugólfinu ásamt tveimur fullum pappakössum af dóti sem fer í geymslu fyrst um sinn. Reyndar virðist ég að einhverju leyti hafa ýtt vandamálinu út úr svefnherberginu og inn í stofu.. hmm.. Jæja, ég fer þá bara í sorpu strax í fyrramálið!
vona að þið hafið haft góðan dag :D
17. maí 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
þú ert svo dugleg!
hehehe, ég er reyndar að finna fyrir duglegheitunum - ansi slöpp.. held ég verði að taka því rólega í dag :)
Lára mín, þú mátt alltaf koma og taka til í skápunum hjá mér!!
Sjáumst á föstudaginn :)
hehe, já það væri fínt ef maður droppaði bara í heimsókn og færi að laga til hjá fólki!
sjáumst á föstudaginn, kem með bækurnar sem þú lánaðir mér í vetur
lára þú ert kúl :)
til lukku með próflokin og nýju vinnuna:)
kv. ágústa
Skrifa ummæli