31. desember 2005

pistill 2005

geri hér heiðarlega tilraun til að skella þessu inn
Janúar
Vann hjá Íslandspósti í miklum kulda og trekki, synti annan hvern dag og beið eftir að eiga 25 ára afmæli. Náði þeim merka áfanga, fagnaði og eyddi svo vikunni á eftir í ákveðinni lífskrísu. Merkilegt hvað tímamót hafa áhrif á mann. Náði að setja þjófavarnarkefið í gang hjá Erotica shop á Barónsstígnum og fékk það að óma um hverfið í nær klukkustund því Láru brá svo að hún skellti í lás á eftir sér. Klassa leikur.
Febrúar
Nokkuð viðburðalítill mánuður – nokkur partý, meiri snjór og vont veður í póstinum og svo kom þoka dauðans. Reykjavík lá í heljargreipum mestu þoku síðan á landnámsöld og var ekki laust við að ákveðinn hræðsla og manía gripi borgarbúa. Flestir vildu burt en eftir nokkra daga sáum við lengra en 10 metra og borgin róaðist á ný.
Mars
Grái fákurinn hans Guðjóns hlaut hrikalegan dauðdaga þegar ökuþór brunaði á honum niður Hverfisgötuna og skellti honum upp á tvo staura svo hann brann til kaldra kola. Eini ljósi punkturinn við þetta var myndefnið sem Bjössi náði og varð að jólagjöf ársins í ár. Námið hélt áfram og vinnuhóparnir hrönnuðust upp. Kynnti mér þætti sem heita League of Gentlemen og elska þá enn í dag; Páskarnir færðu mér för heim til Akureyrar með tilheyrandi súkkulaðiáti..mmm.

Engin ummæli: