14. desember 2005

jólastemning

já krakkar,
búin í prófinu, búin að kaupa jólatré, búin að skreyta og þrífa eldhúsið og á bara eftir að baka piparkökurnar og súkkulaðibitakökurnar á morgun.. snilld.
á eftir að klára ritgerðina en ég ákvað að í dag skyldi ég bara gera eitthvað sem ég vildi gera - fyrir utan að læra! mjög mikil framtakssemi í gangi og verður húsið bráðum hreint, hreint, hreint!

er að fara að hitta Lisu í kaffi eða eitthvað skemmtilegt og svo fer ég í vinnuna eftir það.. alltaf eitthvað að gera!

vona að þið séuð komin í jólastuð - ekki seinna vænna!!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úúú til hamingju. hvernig gekk?

þú hefur ekki rekist á manninn minn í ikea??

Lára sagði...

ha nei! Krummi hefur laumað sér í gegnum búðina ;) prófið gekk svona lala.. ég er bara með krosslagða putta og von í hjarta.. gengur nokkuð annað? ;)