1. desember 2005

23 dagar til jóla

vá.
Fyndið hvað maður leggst stundum í svona lægðir á blogginu.. hef varla nennt að skrifa neitt hérna undanfarið, bara rétt til að segja að maður sé á lífi.. en svona er þetta.. ég held að skammdegið sé farið að segja til sín..er núna búin að vera vakandi í 2 klst og fyrst núna er orðið bjart úti!

Mamma og pabbi komu frá skotlandi á þriðjudaginn og gáfu mér bounty (fyrir smákökurnar, ó já) og Jamie Oliver's Christmas þar sem hann eldar frábæran kalkún og meðlæti,a la England. Mjöööög girnilegt og held ég að eldamennskan um áramótin fái að njóta góðst af þessu! Ég fékk líka óvænta jólagjöf frá afa mínum, en hann ákvað að styrkja okkur systur í námsfátæktinni :)

Í dag er svo fyrsti desember, jólaskrautið upp og jólalögin í botn gott fólk! Fer í vinnuna á eftir og ætla að njóta þess að geta sungið með lögunum því ég er í rólegu deildinni í kvöld og hef ekkert betra að gera en humma "svon' eru jóóóóóólin"

Engin ummæli: