29. desember 2005

Júlí
Mánuður ræktarinnar. Skráði mig í gymmið og var staðföst og brött fyrstu vikurnar - datt svo í sama kæruleysið og alltaf en náði þó af mér einhverju. Fór í fyrstu Esju gönguna mína ásamt Maríu sem reyndist síðar verða Esju buddy-inn minn :) Harry Potter kom og fór með gleði blandaðri sorg – það er bara ein bók eftir. Fór í Nauthólsvíkina í fyrsta sinn og Eva Stína vinkona eignaðist hann Óskar Smára litla gaur. Eyddi versló í Reykjavík og varð ekki meint af.
Ágúst
Hóf vinnu hjá Ikjea sem sölumaður og stend mína plikt í gulri skyrtu. Sá Gay pride í fyrsta sinn með berum augum; fór á Árbæjarsafnið í fyrsta sinn; komst að því að brjóstin á mér heita Elvis – bæði ;) fann ást mína á frímerkjum. Helstu tíðindin voru þau að ég fékk nýtt klósett og blöndunartæki og nýjan/gamlan ísskáp eftir að hinn gaf sig. Nýji/gamli ísskápurinn gaf sig svo síðar á árinu (sjá neðar) Adjessellið hélt áfram að gefa af sér og nú kom kristaltært sjónvarp inn á heimilið með tilheyrandi fagnaðarlátum.
September
Skólinn byrjaði aftur og eftir mikla erfiðleika við að finna fög við hæfi endaði ég í Hollywood söngleikjum og Bókmenntafræði. Var þetta án efa besta ákvörðun ársins þar sem ég endurnýjaði kynnin við Lisu mína og höfum við haft það ansi gott síðan ;) Þvottavélin mín ákvað að elta hin rafmagnstækin á heimilinu og bila. Eftir mikið drama og allt og mikinn pening komst hún í lag og malar nú ánægð í kjallaranum. Planaði bæði heimför og utanför – Akureyri og London yrðu á dagskrá í október.
Október
Skundaði til Akureyrar, flutti systur mína í nýtt hús, tjúttaði og skellti mér svo til London með litlu systur minni. Maturinn á Fifteen var ómetanlegur, og verslunin í London tók stóran kipp - komum við heim á ferðatöskum sem voru að springa á saumunum. Kvennafrídagurinn var stórmerkilegur í mínum augum og arkaði ég með systur minni, Maríu Erlu og Ingibjörgu þar til innilokunarkenndin í mannþrönginni gerði vart við sig. Hrekkjavökupartý var stuð og fórum við Lisa sem Sexy sixties chicks.
Nóvember
Vinnuálag skólans fór að segja til sín og vinnuálag Ikjea einnig – fólk var byrjað að hamstra jólaskraut. Matarboð í anda þakkargjörðarhátíðar Kanadabúa/Bandaríkjamanna var haldið við mikla lukku og gleði og heppnaðist svo vel að ég mun elda áramóta kalkúninn hér heima. Enskupartý hjá Maríu vakti upp gamlar og góðar minningar og sá maður hverjir vilja í raun halda sambandi. Endaði mánuðinn á bestu tónleikum lífs míns (hingað til) í Laugardalshöllinni hjá Sigur Rós..
Desember
Skreytti íbúðina með dóti – keypti jólagjafir í tíma en gleymdi nokkrum jólakortum. Fór heim í laufabrauð, tjúttaði með Ikjea fólkinu á Sólon; uppgötvaði að líf mitt væri nú á öðru skeiði, eða part two; átti frábæran stelpudag með stúlkunum úr Ikjea sem endaði með heljarinnar Pina Colada veislu og setningunum ódauðlegu ‘ég er ekki lesbía’ og ‘ég er á sneplunum’. You had to be there.
Sit svo núna, á síðasta degi ársins og sem þennan lista sem er orðinn allt of langur en er þó árið mitt svona nokkur veginn í stuttu máli ;)
Ég vona að þið hafið það öll gott í dag og kvöld og munið að skjóta upp rakettum/ragettum/fljúgeldum/flugeldum/bombum/kökum/blysum þar til himininn er orðinn svo grár að ekkert sést lengur.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þú ert búin að gera mikið yfir árið Lára! Ég verð að gera svona lista líka. Gleðilegt nýtt ár elskan og við sjáumst bráðum!!! :-)