2. febrúar 2005

Sjaldan er allt svo slæmt að eitthvað gott komi ekki og bjargi deginum

eða hvernig hljómar þessi málsháttur annars? hehe, alla vega þá er ég komin meið fartölvuna mína aftur og hún virkar! kyss kyss til viðgerðarmannanna í Opnum Kerfum sem redduðu þessu (nýtt lyklaborð takk fyrir) og kostnaðurinn? Enginn! Veivei! "Fellur undir ábyrgð" eru sem tónlist í mínum eyrum...

Annars er kominn febrúar og drungalegi janúar að baki. Helgin var frábær og vil ég þakka þeim stöllum Örnu og Erlu fyrir hreint út sagt mergjað partý út á nesi með MA reunion ívafi ;) ég vil einnig nota tækifærið og þakka Hólmari fyrir að hafa húmor fyrir drykkjubrandara okkar Guðjóns (spagettí í rúmið, pappakassar fyrir hurðinni) og æmta hvorki né skræmta..hetja.

Þessi vika er nú hálfnuð og ég get varla sagt að ég sjái á eftir henni! Ég er búin að vera frekar slöpp og svo er ógeðslegt veður og ekkert guiding í 2 daga..slappt slappt.. ætla að setja mig í stellingar fyrir kl 5 til að sjá hvort Buzz Cooper flýr frá Springfield eður ei...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég held ég sé að fara yfir um af Guiding-leysi. Veit ekki hvort ég þoli þetta einn dag í viðbót.
Knús Anna Margrét

Nafnlaus sagði...

Lára!!

Plís plís segðu mér að þú sért hætt að horfa á guiding...
þetta er bara subbulegt!
Þú fengir sko örugglega 100% á chive pófinu!!

http://www.i-am-bored.com/bored_link.cfm?link_id=7007

 Linda