24. janúar 2005

Mánudagur enn á ný

ég hef ákveðið að í stað þess að kvarta alltaf á mánudögum og finnast allt ömurlegt og langt í næstu helgi og svona þá ætla ég frekar að láta sem þetta sé ný byrjun, hægt að þvo syndir helgarinnar (pepsi og nammi, svei) og ég hef 5 heilbrigða og góða daga þar til næsta syndaskömm byrjar! Er í skólanum og á eftir að fara í vinnuna aftur, mánudagar eru erfiðir dagar til að byrja á bjartsýni...

Átti mjög góða helgi, lærði sem aldrei fyrr á laugardaginn, talaði við Gauta sem sagði að ég væri mjög gott efni í þýðanda og peppaðist öll upp við það. Hann sagði reyndar að ég ætti að lesa meira á íslensku, væri greinilga búin að vænrækja mitt ástkæra ylhýra (sérstaklega y reglur) og þyrfti að bæta úr því. Geri það nú strax og hef sett allar erlendar bækur í bann og ætla að næla mér í einhverja af bókunum sem ég sá í bókatíðindum og fannst spennandi...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

heyja - ég á bækurnar fólkið í kjallaranum (e.auði jónsdóttur) og bátur með segli og allt (e.gerði kristnýju) ef þú vilt fá lánað. á líka niccolo ammaniti - ég er ekki hræddur á íslensku ef þig langar að fá hana .. agalega flott. kv. maría erla

Nafnlaus sagði...

Ég myndi byrja á að fá fólkið í kjallaranum lánað hjá Maríu Erlu.... mig dreymir um að komast í þá bók..... kostar bara svo marga peninga miðað við enskar bækur:( Kannski einhver vilji lána mér hana og borga sendingarkostnaðinn.... right!!
Linda

Lára sagði...

Takk fyrir góð boð og ráð stelpur, held ég verði að hitta þig María mín og ræna bókaskápinn þinn! Hehehe, ef það er eitthvað sem þú vilt fá frá mér í staðinn, eitthvað meira eftir Ondaatje kannski ;) Vona að allt sé gott og fínt í Coventrrrrrrrrrrry Linda blinda