6. janúar 2005

aftur fór ég suður

Jæja þá er ég komin aftur í borg óttans. Komst suður á mánudaginn með flugi dauðans (án spaugs) og var þetta nánast eina vélin sem komst suður þann daginn. Þakka lífi mínu að Raggi var co-pilot og sýndi snilldar takta í ókyrrðinni og skyggni EKKERT! Er búin að koma mér vel aftur fyrir á Hallveigarstígnum en það var vond lykt þar þegar ég kom aftur....svona "það er enginn búinn að vera hérna í 2 vikur"-lykt. Til að bæta svo ofan á þá gleði var vatnið í krönunum gult og jólatréið svo slappt að ef ég horfði á það þá hrundu 50 greninálar af því.. gleði.

Annars er merkilegt hvað fólk á marga bankareikninga. Flestir í mínu pósthverfi eru með minnst 2 og helst 3-4. Hvað er fólk að stofna svona marga? Ég á 2 - 1 fyrir debetkortið og 1 fyrir langtímasparnað sem endist yfirleitt yfir sumarið og er búinn um jólin-. Það tók mig sem sagt 2 daga að bera út gluggaumslög frá öllum bönkunum með reikningsyfirliti síðasta árs í farteskinu til þegna minna en það jákvæða við þetta var að ég komst að því að Íslandsbanki opnar nú kl 8:30 á morgnanna, nema í verslunarmiðstöðvum. Svalt.

2 nýir þætti byrjuðu á RÚV á mánudag og þriðjudag, bandarískur og breskur. Sá bandaríski, Line of Fire, fjallar um unga píu sem er nýbyrjuð í FBI og að sjálfsögðu missti hún manninn sinn í 9/11 þar sem hann var í Pentagon greyið. Lofa góðu ef þeir sýna meira af vonda mafíugaurnum sem hræddi mig talsvert, og tala minna um þjóðernisást. En breski þátturinn...mmm.. get ekki að því gert að finnast breskir þættir góðir. Murder City var fyndinn, sérstaklega þar sem aðalgaurinn var í My Family og lék þar náttúrulega hálfvita en hér er hann býsna klár. Samt fyrirsjáanlegt plott .. verða að vinna í þessu. En ég bíð samt spennt eftir því að Little Britain byrji!! Hlakka til, hlakka til ..

Er núna búin að fá Guðjón aftur til mín og við ætlum að reyna að komast á Alfie í kvöld í bíó (Jude Law er sætur, ó já) og svo tekur helgin við.. ætli ég reyni ekki að lesa mér eitthvað til í náminu þar sem ég byrja víst á mánudaginn?
já, ég er annars búin að koma mér upp svona mynda hosting einhverstaðar á netinu sem bjössi benti mér á en á bara eftir að minnka myndirnar mínar niður í viðráðanlegar stærðir..hehehe.. lofa að bráðum verði síðan myndum prýdd..

Engin ummæli: