14. janúar 2005

eru föstudagar flöskudagar?

jó jó, er komin í helgarfrí!! var reyndar komin í helgarfrí í gær því ég er ekkert í skólanum á föstudögum en ég þurfti auðvitaði í vinnuna þannig að nú er ég officially komin í helgarfrí...
Ma og Pa eru í Flórída þessa stundina að versla þar til þau detta niður og vona ég að þau sjái þetta (takk fyrir commentið elskurnar mínar).
Steinunn systur var hjá mér í gær og skottuðumst við upp í kringlu til að fá okkur eitthvað að borða og kíkja á barnaföt á útsölu. Þar var ekki um auðugan garð að gresja þannig að við flýttum okkur aftur heim og þá fékk ég að sjá Amazing Race þáttinn íslenska og vá hvað þetta var steikt lið!
Ok, í fyrsta lagi er náttúrulega HILARIOUS að heyra kynnirinn reyna að segja "breiðamerkursandur" og "vatnajökull". Ég vildi bara að þeir hefðu látið alla keppenduna segja þetta líka, hefði verið klikkað efni í brandara. Það sem kom mér samt á óvart var hvað allir keppendurnir vissu hvað bláa lónið var og voru þvílíkt spenntir. Þeir gætu reyndar hafa lesið sér til um það í blaði Icelandair en samt..
Vel gert of skemmtilegt að horfa á þetta..

Er á leiðinni upp í smáralind til þess að býtta á lyklaborðum bið BT guttana þar og kíkja á Evu systur og svo er búið að bjóða mér í útlendingaparty á Hressó í kvöld, vúhú! Býst svo við a ðvera mjöööög dugleg um helgina og búa nánast á bókhlöðunni til þess að ná nú góðri byrjun og vera ekki með allt á hælunum aftur..

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gagginn 1996

Nú stefnum við á að hittast á næsta ári. Endilega fylgstu með á nýju heimasíðunni okkar.

www.blog.central.is/argangur1980

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ og árið Lára!!

Útlendingar vita sko miklu meira um bláa lónið en við hin, komst að því í vikunni!
Linds

Minka sagði...

Hi Lára. Foreigners know two or three things about Iceland before they come here.
a) Bláa Loníð
b) The Hard Rock Cafe in Kringlan
c) The fun time you can have down-town around weekends

Ask anyone ;)

Lára sagði...

hehe thanks monika, nice to see that you´re following this discussion