19. janúar 2007

Graskersbaka

Bakaði graskersböku í gær og fór með hana í skólann því ég er með próf í dag. Í dag er líka bóndadagur og afmælisdagur ;) ég er ekki að fiska kveðjur, bara tilkynna það að ég er orðin 27 ára. Púff!
Í dag er næst síðasta prófið mitt og síðasta er á mánudaginn en svo byrjar ný önn þann 31. janúar. Í millitíðinni er mikil frágangsvinna og undirbúningsvinna, ásamt fundum, ráðstefnum og fyrirlestrum.

M.A. vann útvarpsviðureign sína í Gettu Betur í gær og dróst á móti Verzló í sjónvarpinu föstudaginn 2. mars. Allir að fylkja liði og styðja gamla skólann sinn (þeir sem voru í MA ;)

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Happy Birthday to you... ég er búin að hringja en samt vildi vera fyrst að segja þetta á bloggið þitt... þú hefur líka shout out á blogg síðuna mína líka!! knús og kossar...

elisabet sagði...

hér er ófiskuð ammliskveðja!

Til hamingju með daginn, skvísa!

Nafnlaus sagði...

hún á ammælídag - hún á ammælídag - hún á aaaaamæli hún lára beibí - húúúúúúúún á ammælídag :D jei!! innilega til hamingju með daginn sæta mín - sendi þér knús og kossar yfir hafið beíbí, luv ja :)

Hulda sagði...

Til hamingju með afmælið Lára!

Stuðkveðjur frá Indiana

Lára sagði...

úúúú, takk stelpur!
Alltaf gaman að fá kveðjur frá eðal-kvenmönnum ;)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið! Verst að missa af hinni dásamlegu graskersböku í morgun...

Kveðja, Ingibjörg

Nafnlaus sagði...

ahh gleymdi! Til hamingju með daginn. Já og graskersbakan var mjög góð :)

Nafnlaus sagði...

Elsku Lára okkar. Til hamingju með afmælið á föstudaginn;) Þú átt smá afmælispakka hérna í laxagötunni. Við einar erum bæði búin að vera hundlasin alla helgina,sökkar! Heyrðu í mér þegar þú mátt vera að.Kveðja Inga og Jóhanna margrét

't beertje sagði...

Til hamingju með daginn um daginn! :)