14. janúar 2007

Dorrit

Ég elska Dorrit.
Flestir sem þekkja mig vita að lengi hefur mér fundist Dorrit ein af flottari manneskjum á landinu og ekki bara fyrir klæðaburð og frábært bros. Viðtal Evu Maríu í sunnudags kastljósinu í kvöld sýndi mér enn og aftur hversu mikil snilld þessi kona er. Hreinskilni og einlægni eru orð sem mér detta í hug eftir að hafa horft á hana svara hverri spurningu á fætur annarri og jafnvel þegar kom að pólitískri spurningu (sem hún sagði að hún ætti ekki að ræða) svaraði hún samt og hikaði hvergi.
Dorrit er klassapía sem á alveg skilið að fá hrós og sýnir einmitt að það er ekki alltaf hversu mikið þú kannt heldur hvað þú gerir við það sem þú kannt.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jamm, sammála þér, hún er flott. En ég missti því miður af þessu, það hlýtur að vera hægt að sjá þetta á netinu?

Nafnlaus sagði...

já, góður punktur.
ég sá part af þessu, akkúrat þann með "pólitíska svarinu", verð að segja að hún kom mér skemmtilega á óvart!

Nafnlaus sagði...

Þetta var algjör snilld! hún var svo glæsileg eins og alltaf, að utan og eins það sem út úr henni kom, en engu að síður ótrúlega eðlileg!
- gleðilegt nýtt ár annars krúsa!:)
-íris-

Lára sagði...

Sammála stelpur! Já Ingibjörg, ég held þú getir farið inn á ruv.is og smellt á gærdaginn og kíkt á þetta þar.

gaman að sjá þig Íris!!

Linda María Þorsteinsdóttir sagði...

Vá hvað ég missti af þessum hughrifum, mér finnst hún alveg fín áður en ég sá þetta viðtal, eftir það fannst mér hún bara skrítin en það gat verið af því ég gat ekki hætt að horfa á þá parta af andlitinu sem voru svo ný-botoxaðir að þeir hreifðust ekki, datt alveg í þau hughrif...

Lára sagði...

Já, Linda, þarna erum við bara gjörsamlega á öndverðu meiði...