1. janúar 2007

Another one begins

Fyrsti janúar tvöþúsund og sjö; 18 dagar í afmælið mitt, 11 dagar í fyrsta prófið í MA, 30 dagar í byrjun næstu annar. Merkilegt hvað tölfræðin grípur mann oft..

Átti sérdeilis góðan dag í gær, fyrir utan að ég var eitthvað mis í heilsunni. Ég byrjaði að elda um eitt leytið og náði að töfra fram kalkún með öllu tilheyrandi fyrir klukkan sjö og hann bragðaðist bara prýðilega (þó ég segi sjálf frá ;). Ég hef nú verið pöntuð í eldamennsku öll gamlárskvöld eitthvað frameftir ævinni. Þegar kom að því að sprengja henti ég 3600 krónum út um gluggann og horfði á fallegu kökuna mína klára sitt á mettíma. Það er ágætlega hreinsandi að sprengja árið í burtu, vitandi að næsta ár er handan við hornið.

í dag hef ég legið í einhverri pest en horfði bara á Lord of the Rings 1 og helminginn af 2 og dottaði þess á milli. Vona að heilsan hressist á morgun því ég þarf eiginlega að fara í vinnuna :/

Ég vil óska öllum gleðilegs nýs árs og vona að gærkvöldið hafi verið ljúft og gott (og samheldið? ;)

Engin ummæli: