10. júní 2006

Há emm og saumaskapur

Svo að HM byrjaði í gær -með látum!
Þýskaland kom, sá og sýndi að þeir nenna ekki lengur að liggja í vörn og unnu Kosta Ríka 4-2! Ansi skemmtilegur opnunarleikur sem við í vinnunni gláptum á á milli verkefna. Seinni leikurinn var minna skemmtilegur og slökkti ég eiginlega á honum þegar Pólland fór að tapa. Ekvador vann 2-0 en ég er í þeirri óþægilegu stöðu að bæði þessi lið eru "mín lið" í súkkulaðipottinum ;)

Í morgun átti ég svo frí og ákvað að eyða deginum í saumaskap. Ég keypti um daginn efni í kjól og jakka og ákvað að byrja á jakkanum fyrst því hann virðist vera flóknari. Er ekki betra að byrja á flóknara stykkinu svo hitt virðist auðveldara? Ég er búin að sauma meirihlutann af honum saman en á eftir ermar og kraga (þess má geta að ég þurfti að taka upp 18 mismunandi "stykki" og mörg í fleirtölu.
Á meðan á þessu öllu hefur staðið hef ég haft auga með sjónvarpinu út af HM. Þetta er ávanabindandi helvíti. Leikur Englands og Paragvæ var hundleiðinlegur en samt skildu áhorf. Akkúrat núna er leikur Svíþjóðar við Trinidad og Tobago og mér sýnist stefna í markalaust jafntefli, tsk tsk! Ljungberg og Ibrahimovic eru samt svo sætir að það er alveg hægt að horfa á leiðinlegan leik með þeim.

Sunnudagurinn liggur fram undan- Esjuganga með Maríu Erlu og svo kaffi með Lisu eftir á... ansi gott

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

yeah but no but yeah but no but yeah!

Vicky how could you sell your baby for a Westlife CD?

I know... they're crap!

Muhahahahahaha!